Vegna COVID-19 veirunnar

Kæru viðskiptavinir!
 
Í ljósi þeirra aðstæðna sem upp eru komnar í tengslum við COVID-19 veiruna þá viljum við koma eftirfarandi á framfæri:
Ef þú ert með einkenni sem líkjast flensu, s.s. hita, beinverki, mikinn hósta, þá ertu vinsamlegast beðin/n um að afboða tímana þína á meðan einkennin eru til staðar.
 
Ef þú hefur verið á hættusvæðum eða í nánum samskiptum við einhvern sem þar hefur verið þá ertu vinsamlegast beðin/n um að bíða með meðferð a.m.k. í 2 vikur.
 
Við komu inn á stofuna til okkar biðjum við ykkur um að sinna sóttvörnum skv. fyrirmælum Embættis Landlæknis en þær felast fyrst og fremst í handþvotti, handsprittun og notkun sótthreinsiúða í tækjasal á tæki og tól sem þú notar.
 
Að fara eftir tilmælum og sýna rétt viðbrögð skiptir höfuðmáli.
Stöndum saman og verjum okkur og aðra
 
Kveðja, Sjúkraþjálfun Kópavogs