Heim

Sjúkraþjálfun Kópavogs er staðsett í hjarta Kópavogsbæjar.

afgreidsla_02Gengið er inn um inngang milli inn- og útkeyrslu á bensínstöð Olís í Hamraborg.

Jafnframt er hægt að komast til okkar sunnan megin við húsið, frá svæðinu framan við Bæjarskrifstofur Kópavogs. Þar er gott aðgengi fyrir fatlaða.

10 sjúkraþjálfarar starfa hjá Sjúkraþjálfun Kópavogs, ýmist í fullri stöðu eða hlutastöðu.

Við hjá Sjúkraþjálfun Kópavogs getum hjálpað þér að

•  Ná stjórn á verkjum í stoðkerfi s.s. vöðvum og liðum.
•  Komast af stað eftir erfið meiðsli, slys, veikindi eða sjúkdóma.
•  Auka styrk, liðleika og almenna hreyfifærni.
•  Veitt fræðslu og forvarnir gegn sjúkdómum, meiðslum.
•  Ná nýjum markmiðum til að geta notið lífsins betur.

Hvernig kemst ég í sjúkraþjálfun og á hverju á ég von?

salur_01

Panta tíma í síma
564 1766 og 554 5488
eða með tölvupósti, sjk@sjk.is

Til þessa að sjúkratryggingar taki þátt í kostnaði þarf að kom með beiðni frá lækni.

Skoðun sjúkraþjálfara fer fram í fyrsta tíma og tekur 45-60 mínútur
Sjúkraþjálfari greinir vandann út frá þeim upplýsingum sem fram koma frá skjólstæðingi sínum og etv. viðbótarupplýsingum frá lækni um rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið s.s. röntgenmyndataka, tölvusneiðmynd eða segulómskoðun. Síðast en ekki síst byggir sjúkraþjálfari greiningu sína á sinni eigin skoðun.
Meðferð byggir á niðurstöðu skoðunar í samvinnu við skjólstæðing og í lok meðferðar sendir sjúkraþjálfari skýrslu um skoðun, meðferð og framgang meðferðar til tilvísandi læknis