Fræðsla / Algeng meiðsli
Hálsmeiðsli og verkir
Verkir í hálsi geta gert daglegar athafnir eins og vinnu, akstur, líkamsrækt eða höfuðhreyfingar erfiðar. Hálsverkir geta stafað af endurteknu álagi, slæmri líkamsstöðu, slysi, íþróttameiðslum, falli eða langvinnum vandamálum í hryggnum. Yfirleitt er fyrsti kostur meðferðar í formi leiðbeininga og endurhæfingar hjá sjúkraþjálfara.
Við meðhöndlum m.a. eftirfarandi meiðsli og einkenni frá hálsi:
Liðþófa einkenni:
Á milli hryggliða eru liðþófar úr brjóskvef sem hafa það hlutverk að vera höggdeyfir fyrir líkamann og gerir okkur kleift að snúa höfðinu og halda því stöðugu. Með tímanum geta þessir liðþófar slitnað eða skemmst. Einkenni og afleiðingar liðþófa skemmda geta verið:
Skert hreyfigeta.
Dofi sem leiðir niður í öxl, handlegg og hönd.
Verkir.
Minnkaður styrkur í vöðvum efri útlima.
Meðferð á einkennum frá liðþófa getur falið í sér togmeðferð, liðkun, liðlosun og nudd til að draga úr verkjum og stirðleika. Réttar æfingar geta aukið hreyfigetu, bætt líkamsstöðu og dregið úr hálsverkjum.
Klemmdar taugar:
Taugar í hálsinum flytja upplýsingar til og frá handleggjum og heila. Þær miðla skynjun eins og snertingu, hita, kulda og sársauka og þær flytja boð til vöðva í öxlum og handleggjum. Klemmd taug verður þegar taug í hálsi – sá hluti sem tengist mænunni – verður fyrir meiðslum eða bólgu. Þetta getur gerst vegna skyndilegrar hreyfingar, endurtekinnar áreynslu eða hrörnunarbreytinga í beinum, liðum eða liðþófum í hálsi. Einkenni klemmdrar taugar eru meðal annars:
Skert hreyfigeta.
Dofi.
Skerandi verkir.
Minnkaður styrkur í vöðvum efri útlima.
Meðferð í sjúkraþjálfun getur m.a. verið í formi verkjameðferðar með hita eða kulda, raförvun, laser, fræðslu um rétta líkamsstöðu, hreyfiæfingar og styrktaræfingar til að minnka álag á hálsinn við daglegar athafnir.
Álagsmeiðsli:
Álagseinkenni í vöðvum og sinum sem styðja við og hreyfa höfuð og háls geta komið fram við langvarandi einhæft álag. Vöðvabólgur í hálsi og herðum eru dæmi um álagseinkenni. Einkenni álagseinkenna í hálsi geta verið:
Skert hreyfigeta.
Stífir vöðvar.
Stirðleiki.
Verkir.
Minnkaður vöðvastyrkur.
Meðferðaraðferðir eru oft verkjastillingu með hita eða kulda, fræðsla um líkamsstöðu, nudd og æfingar til að bæta liðleika, styrk og þol. Heimaæfingar og líkamsrækt geta einnig hjálpað til við að draga úr hálsverkjum.
Háhraða hálsáverki (whiplash)
Háhraða hálsáverki verður vegna snöggrar, öflugrar fram og aftur hreyfingar í hálsinum. Hún á sér oft stað í aftanákeyrslu en getur einnig stafað af íþróttaslysi eða öðrum áverka. Einkenni háhraða hálsáverka geta verið:
Svimi.
Þreyta.
Höfuðverkur.
Skert hreyfigeta.
Verkir í hálsi og hnakka.
Verkir eða eymsli í öxlum, efri hluta baks eða handleggjum.
Doði eða náladofi í höndum og handleggjum.
Meðferð getur falið í sér verkjastillingu með hita, kulda eða raförvun, fræðslu um líkamsstöðu, nudd og teygju- og hreyfiæfingar til að endurheimta hreyfigetu í hálsi.
