Þjónusta

Við hjá Sjúkraþjálfun Kópavogs getum hjálpað þér að:

•  Ná stjórn á verkjum í stoðkerfi s.s. vöðvum og liðum.
•  Komast af stað eftir erfið meiðsli, slys, veikindi eða sjúkdóma.
•  Auka styrk, liðleika og almenna hreyfifærni.
•  Veitt fræðslu og forvarnir gegn sjúkdómum, meiðslum.
•  Ná nýjum markmiðum til að geta notið lífsins betur.

Bæði er boðið upp á einstaklingsmeðferð og hópmeðferð í minni hópum.


salur_01Hvernig kemst ég í sjúkraþjálfun? og á hverju á ég von?

Byrjaðu á að panta tíma í síma
564 1766 og 554 5488
eða með tölvupósti, sjk@sjk.is

Til þessa að sjúkratryggingar taki þátt í kostnaði þarf að kom með beiðni frá lækni.

Skoðun sjúkraþjálfara fer fram í fyrsta tíma og tekur 45-60 mínútur.
Sjúkraþjálfari greinir vandann út frá þeim upplýsingum sem fram koma frá skjólstæðingi sínum og etv. viðbótarupplýsingum frá lækni um rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið s.s. röntgenmyndataka, tölvusneiðmynd eða segulómskoðun. Síðast en ekki síst byggir sjúkraþjálfari greiningu sína á sinni eigin skoðun.

Meðferð byggir á niðurstöðu skoðunar í samvinnu við skjólstæðing og í lok meðferðar sendir sjúkraþjálfari skýrslu um skoðun, meðferð og framgang meðferðar til tilvísandi læknis

gongubretti

Kvillar sem sjúkraþjálfarar meðhöndla:

• Vöðvaverkir og stirðleiki í hálsi og herðum
• Óstöðugleiki í hálsi og mjóbaki
• Höfuðverkir
• Einkenni frá mjóbaki t.d. óstöðugleiki eða brjósklos
• Einkenni frá brjóstbaki
• Einkenni frá útlimaliðum
• Meðhöndlun og forvarnir íþróttameiðsla
• Stoðkerfisvandamál tengd sjúkdómum og fötlun
• Þjálfun eftir veikindi og aðgerðir
• Meðhöndlun og þjálfun á meðgöngu
• Þjálfun m.t.t. hreyfiþroska barna og unglinga
• Endurhæfing og þjálfun í kjölfar slysa
• Meðhöndlun og forvarnir atvinnutengdra stoðkerfisvandamála
• Fræðsla um heilbrigðan lífsstíl

Hvenær þarftu á sjúkraþjálfun að halda ?

• Vegna verkja í stoðkerfinu þ.e. vöðvum og liðum og vegna höfuðverkja
• Vegna stirðleika í stoðkerfinu þ.e. hreyfingum hryggjar -eða útlimaliða.
• Vegna óstöðugleika í hálsi, hrygg eða útlimaliðum.
• Vegna gigtareinkenna.
• Vegna hryggskekkju.herbergi
• Vegna beinþynningar.
• Vegna ofþyngdar og ef líkamsástand er ekki gott.
• Vegna jafnvægistruflana.
• Vegna hjartasjúkdóma.
• Vegna áverka eða slysa.
• Vegna taugasjúkdóma.
• Vegna stoðkerfissjúkdóma.

 Meðhöndlun

• Liðkandi meðferð, almenn og sérhæfð eftir þörfum
• Stöðugleikaþjálfun, almenn og sérhæfð eftir þörfum
• Sérhæfð liðameðferð (Manual Therapy)
• Færnisþjálfun og önnur æfingameðferð
• Vöðvateygjur, tog og liðlosun
• Heitir bakstrar og kælimeðferð
• Nuddmeðferð
• Rafmagnsmeðferð, svo sem hljóðbylgjur og laser
• Rebox, blandstraumur, stuttbylgjur og TNS
• Slökunarmeðferð
• Verkjameðferð s.s nálarstungur, rafmagnsmeðferð og kæling
• Örvun á þroska barna m.t.t. eðlilegs hreyfiþroska barna

Starfsvettvangur

Störf sjúkraþjálfara og starfsvettvangur eru fjölbreyttir. Sjúkraþjálfarar á Íslandi eru nú rúmlega 400 og starfa á yfir 100 vinnustöðum. Sjúkraþjálfarar starfa m.a. við endurhæfingu, greiningu, forvarnir, kennslu og ráðgjöf. Þeir starfa m.a. á einkareknum stofum, á endurhæfingastofum, á heilsugæslustöðvum, á heilsuræktarstöðvum, á sjúkrahúsum, á öldrunarstofnunum, í heimahúsum, í skólum, hjá fyrirtækjum og hjá íþróttafélögum.

Sjúkraþjálfarar starfa samkvæmt tilvísun frá lækni og þarf einstaklingur sem sækir þjónustu að hafa tilvísun/beiðni frá lækni. Almennt gildir hver tilvísun/beiðni fyrir 20 skiptum og fer það eftir gangi meðferðar og ákvörðun sjúkraþjálfara í samráði við skjólstæðing sinn hve löng meðferðin verður.