Hertar sóttvarnaraðgerðir frá 5.okt.

Kæru skjólstæðingar Sjúkraþjálfunar Kópavogs!

Heilbrigðisráðherra gaf út hertar sóttvarnarreglur vegna Covid 19 þann 5. október.
Við höldum ótrauð áfram og herðum okkar sóttvarnir.
Við minnum á að nú er algjör grímuskylda og biðjum því skjólstæðinga okkar að mæta alltaf í sjúkraþjálfun með andlitsgrímu.
Við höfum gert allt til að fækka öllum snertiflötum og meðferð fer eingöngu fram í lokuðum rýmum.

Þá leggjum við áherslu á eftirfarandi atriði:

  • Ef þú finnur fyrir einkennum sem líkjast Covid 19 einkennum vinsamlegast afbókaðu tímann og leitaðu strax til heilsugæslunnar.
  • Við óskum eftir góðu samstarfi og biðjum skjólstæðinga okkar að sýna aðgát og nærgætni við komu og brottför við afgreiðslu.
  • Við minnum alla á 2 metra regluna.
  • Æfingasalurinn er lokaður nema í fylgd sjúkraþjálfara. Hópatímar eru opnir enda sóttvarnarreglur virtar.
  • Skjólstæðingar þurfa ekki að staðfesta komu með kennitöluskráningu í afgreiðslu.
  • Við biðjum skjólstæðinga að mæta nú rétt fyrir bókaðan tíma til að forðast þrengsli. Biðstólar eru nú dreifðir og eru einnig fyrir utan nokkur meðferðarrými.

 Bestu kveðjur, Sjúkraþjálfun Kópavogs