Hertar reglur vegna Covid-19

Kæru skjólstæðingar Sjúkraþjálfunar Kópavogs!

Nú hefur heilbrigðisráðherra gefið út hertari reglur vegna Covid-19 sem gilda frá og með 31.7.2020

SKJÓLSTÆÐINGUR SKAL NOTA GRÍMU ÞEGAR KOMIÐ ER Í MEÐFERÐ TIL SJÚKRAÞJÁLFARA
-Skjólstæðingar þurfa að mæta með sína eigin grímu við komu til okkar.

BIÐJUM FÓLK AÐ HAFA Í HUGA AÐ:
– Sýna aðgát og virða 2m. regluna.
– Við leggjum áfram ríka áherslu á sóttvarnir og að fólk sótthreinsi hendur við komu og brottför.
– Vinsamlegast mætið rétt fyrir bókaðan tíma til að minnka biðtíma.

VINSAMLEGAST ATHUGIÐ:
– Tækjasalur er opinn en skjólstæðingar beiðnir um að virða 2m reglu, nota hanska, spritta og þurrka handföng og bekki og nota grímur þar sem við á.

Bestu kveðjur, Sjúkraþjálfun Kópavogs