Opnum aftur 4.maí 2020

Kæru skjólstæðingar

Nú hefur heilbrigðisráðherra gefið út að þann 4. maí n.k. er sjúkraþjálfunarstofum heimilt að starfa með rýmri skilyrðum en verið hefur sl. vikur. Það þýðir að aukin starfsemi verður hjá Sjúkraþjálfun Kópavogs frá og með þeirri dagsetningu en með ákveðnum takmörkunum og tilmælum.
– Við leggjum áfram ríka áherslu á sóttvarnir, að minnka snertifleti og minnum á 2 m. regluna milli skjólstæðinga.
– Viðskiptavinir þurfa ekki að skrá sig inn með kennitölu á Ipad við komu, starfsmenn í afgreiðslu sjá um það.
– Til að minnka fjölda á biðstofu, er auk stóla í biðstofu stólar fyrir utan nokkur meðferðarrými. Þá er fólk beðið að mæta rétt fyrir bókaðan tíma til að minnka biðtíma.
– Æfingasalurinn verður ekki opinn nema í fylgd með sjúkraþjálfara.

Frá og með föstudeginum 24.04. verður móttakan opin alla virka daga frá 08:00 – 16:00 og tekið við símtölum í síma 5641766 og 5545488 til að bóka tíma. Einnig hægt að senda tölvupóst á sjk@sjk.is.

Sjúkraþjálfun Kópavogs sinnir áfram bráðaþjónustu og þeirri endurhæfingu sem ekki getur beðið fram til 4. maí á miðvikudögum frá 10:00 – 13:00 eða eftir samkomulagi.

Frá og með 4 maí verður opnunartíminn 08:00 – 17:15 alla virka daga.

Sjúkraþjálfun Kópavogs