Heimaæfingar með Appi

Sjúkraþjálfun Kópavogs bíður nú upp á heimæfingar, rafræn samskipti og vídeófundi með appi.

Nánari upplýsingar og fyrirspurnir með tölvupósti á sjk@sjk.is
Einnig er hægt að fylla út þetta form

Appið er framleitt af sænsku fyrirtæki sem heitir Healo. Appið byggir á heimaæfingum sem sjúkraþjálfari setur upp eftir skoðun og viðtal við sjúkling og byggir á því að gera æfingar daglega til að draga úr stoðkerfisverkjum.

A) Hægt er að panta viðtal og skoðun hjá Sjúkraþjálfara á stofu. (taka fram að þú viljir Net-þjálfun). Sjúkraþjálfari gerir þá ráð fyrir einum tíma hjá sér en frekari meðferð muni fara fram í gengum appið.
B) Hægt er að panta Vídeó-fund með sjúkraþjálfara – Sjúkraþjálfari hefur þá samband með tölvupósti með leiðbeiningum hvernig þú setur upp appið og þið komið ykkur saman um fundartíma.Eftir viðtal og skoðun setur sjúkraþjálfari upp æfingaprógramm í samráði við skjólstæðing.  Skjólstæðingur fær þá upp vídeo í appið með æfingum sem hann fylgir í þann tíma sem sjúkraþjálfari leggur til. Skjólstæðingur setur inn hvernig honum líður fyrir og eftir að hann gerir æfingarnar.  Þannig getur sjúkraþjálfari séð hvernig viðkomandi gengur og hvort hann sé að gera æfingarnar.

Í gegnum „Chat“ í appinu getur sjúklingur svo sent skilaboð á sjúkraþjálfara t.d. ef æfingar eru of léttar eða of erfiðar. Hikaðu ekki við að hafa samband ef e-h er.  Sjúkraþjálfari hefur svo samband til baka við tækifæri.  „Chat-ið“ virkar svipað og messenger á Facebook, þannig að það er ekki víst að sjúkraþjálfari hafi strax samband en við reynum að svara daglega.
Sjúkraþjálfari og skjólstæðingur geta komið sér saman um að hittast á videofundi ef þurfa þykir.

Nánari upplýsingar og fyrirspurnir með tölvupósti á sjk@sjk.is
Einnig er hægt að fylla út þetta form

Eins og er taka Sjúkratryggingar Íslands ekki þátt í farþjálfun sem þessum.  Sjúkratryggingar greiða fyrir fyrsta tíma hjá sjúkraþjálfara en auk þess þarf sjúklingur að greiða leiðréttingargjald ofaná taxta sjúkraþjálfara þar sem sjúkraþjálfarar eru utan rammasamnings. Skjólstæðingur greiðir svo fyrir mánaðargjald af appinu og vídeó fundi.

Verðskrá:

Skoðun á stofu eða í gegnum Vídeó er niðurgreidd af SÍ.

Viðtal og skoðun á stofu 45-60 mín.
(gjaldskrá SÍ + leiðréttingargjald) = 15.000 – 16.000 krónur (- niðurgreiðsla frá SÍ)
Vídeó fundur og skoðun í gegnum app (45mín)
(gjaldskrá SÍ + leiðréttingargjald) = um 11.000 krónur (- niðurgreiðsla frá SÍ)
Vídeofundur í gegnu appið (30mín)
(gjaldskrá SÍ + leiðréttingargjald) = um 7.500 krónur (- niðurgreiðsla frá SÍ)
Vídeofundur í gegnu appið (20mín)
(gjaldskrá SÍ + leiðréttingargjald) = um 5.500 krónur (- niðurgreiðsla frá SÍ)

Æfingarprógramm og eftirfylgni í 3 mánuður 20.000 kr.
Æfingarprógramm og eftirfylgni í 1 mánuður 10.000 kr.

Spurningar og Svör