Stöðugleiki – Liðleiki – Styrkur
Réttar hreyfingar
Framfarir í íþróttum eru háðar því að geta æft samfellt og skipulega í langan tíma án þess að verða fyrir skakkaföllum.
Léleg hreyfimunstur og ósamhverfa milli hægri og vinstri hliðar líkamans auka áhættu fyrir meiðslum þegar álag íþróttaæfinga er mikið.
Veist þú hverjir þínir veikleikar eru?
Hjá Sjúkraþjálfun Kópavogs ehf fer fram greining á getu og gæðum hreyfinga, liðleika og stöðugleika. Auk hlaupa-greiningar notum við þrjúpróf sem fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að hafi forspárgildi fyrir margar tegundir meiðsla sem íþróttafólk lendir í við álag íþróttaþjálfunar.
>>> Kynningarmyndband fyrir Hreystigreiningu <<<
FMS hreyfiprófun
er mælitæki á gæði hreyfinga
– Áreiðanlegt próf og fljótlegt
– Leitast við að skoða grunnþætti eðlilegra hreyfinga
– Einföld skölun á gæðum hreyfimunstra
– Finnur ójafnvægi, takmarkanir og veikleika í stoðkerfinu
– Minnkar líkur á álagstengdum meiðslum
– Sýnir orskasamband á milli endurtekinna eða langvarandi meiðsla og hreyfitruflana
– Hægt er að leiðrétta grunnhreyfimunstur með einföldum og reglulegum æfingum
– Hjálpar til við að einstaklingsmiða æfingar eftir styrkleikum / veikleikum
– Stuðlar að betri grunnhreyfimunstrum og bætir grunnlíkamsfærni
Y-BALANCE jafnvægispróf
– Prófun á hreyfigetu neðri útlima, liðleika, liðskyni, stöðugleika og vöðvastyrk
– Samanburður á hreyfigetu hægri og vinstri hliðar
– Áreiðanlegt próf sem gefur sterkar vísbendingar um ójafnvægi í stoðkerfinu
– Rannsóknir sýna að aðeins fjögurra sentimetra munur í samanburði á hreyfanleika hægri og vinstri hliðar hefur 2.5 sinnum meiri áhættu fyrir meiðslum hjá íþróttafólki
– Þær stúlkur sem voru í lakasta þriðjungi svona prófunar voru í sexfaldri áhættu fyrir meiðslum í íþróttum
– Hjálpar til við að finna veikleika í stoðkerfinu sem hægt er að bæta með skipulagði þjálfun
LESS stöðugleikapróf
– Greining á líkamsstöðu og stöðugleika- viðbrögðum þegar lent er eftir hopp
– Áreiðanlegt próf og fljótlegt
– Gefur vísbendingar um veikleika í stoðkerfinu sem leitt geta til meiðsla
– Konur hafa margfalt meiri líkur á alvarlegum hnémeiðslum heldur en karlar, þegar tekið er tillit til magn æfinga og keppni í boltaíþróttumÍ stórri rannsókn á ungu fólki höfði um fjórðungur karla það sem flokkaðist sem léleg líkamsstaða við lendingu en yfir.
>>> Frétt um Hreystigreiningu í sérblaði um sjúkraþjálfun í Fréttablaðinu
Nánari upplýsingar og tímapöntun í síma 564 1766 eða með tölvupósti á sjk@sjk.is