Opið fyrir bráðameðferðir

Kæru skjólstæðingar Sjúkraþjálfunar Kópavogs.

 

Vegna Covid 19 veirunnar verður Sjúkraþjálfun Kópavogs opin sem hér segir:

Föstudaginn 27.03.20 kl. 8.00-15.00
Mánudaginn 30.03.20 kl. 8.00- 13.00
Þriðjudaginn 31.03.20 LOKAÐ

Frá og með miðvikudeginum 01.04. 20 verður Sjúkraþjálfun Kópavogs aðeins opin á miðvikudögum frá kl. 10.00 til 13.00.

Þá er hægt að panta bráðameðferð og einnig geta skjólstæðingar Sjúkraþjálfunar Kópavogs pantað viðtal við sjúkraþjálfara í síma 5545488 og 5641766.

Við munum meta stöðuna með tilliti til útbreiðslu Covid 19 veirunnar og sóttvarna.

Bestu kveðjur Sjúkraþjálfun Kópavogs

Vegna COVID-19 veirunnar

Kæru viðskiptavinir!
 
Í ljósi þeirra aðstæðna sem upp eru komnar í tengslum við COVID-19 veiruna þá viljum við koma eftirfarandi á framfæri:
Ef þú ert með einkenni sem líkjast flensu, s.s. hita, beinverki, mikinn hósta, þá ertu vinsamlegast beðin/n um að afboða tímana þína á meðan einkennin eru til staðar.
 
Ef þú hefur verið á hættusvæðum eða í nánum samskiptum við einhvern sem þar hefur verið þá ertu vinsamlegast beðin/n um að bíða með meðferð a.m.k. í 2 vikur.
 
Við komu inn á stofuna til okkar biðjum við ykkur um að sinna sóttvörnum skv. fyrirmælum Embættis Landlæknis en þær felast fyrst og fremst í handþvotti, handsprittun og notkun sótthreinsiúða í tækjasal á tæki og tól sem þú notar.
 
Að fara eftir tilmælum og sýna rétt viðbrögð skiptir höfuðmáli.
Stöndum saman og verjum okkur og aðra
 
Kveðja, Sjúkraþjálfun Kópavogs

Sjúkraþjálfarar hætta að vinna samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands

Orðsending til skjólstæðinga sjúkraþjálfara

Sjúkraþjálfarar hafa unnið eftir rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) sem sem rann út þann 31. janúar 2019 en framlengdur hefur verið einhliða af hálfu SÍ.

SÍ hafa auglýst útboð á sjúkraþjálfun á höfuðborgarsvæðinu án nokkurs samráðs við sjúkraþjálfara sem veitendur þjónustunnar.  Útboðið sem SÍ hefur boðað og skilmálar þess telja sjúkraþjálfarar skaðlegt fyrir sjúkraþjálfun í landinu og ógna fagþróun sjúkraþjálfunar í landinu til lengri tíma litið.  Einnig telja þeir það vinna gegn hagsmunum notenda sjúkraþjálfunar.

Við þessar aðstæður sjá sjúkraþjálfarar sér ekki annað fært en að stíga til hliðar og hætta að starfa eftir útrunnum rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands um óákveðinn tíma frá og með 13. janúar næstkomandi.

Heilbrigðisráðherra hefur sett reglugerð er varðar lögbundnar endurgreiðslur til sjúkratryggðra skv. gjaldskrá SÍ.  Sjúkraþjálfarar munu hafa milligöngu og innheimta greiðsluhluta SÍ beint skjólstæðingum til hagræðis.

Þjónustan gagnvart skjólstæðingum mun ekkert breytast, þetta er ekki verkfall. Öll þjónusta sjúkraþjálfara verður á sínum stað, allir tímar munu standast og hópar munu halda áfram í óbreyttu formi.

Það eina sem breytist gagnvart skjólstæðingum sjúkraþjálfara er að greiða þarf aukalega mismun á gjaldskrá sjúkraþjálfunarstofunnar og gjaldskrá SÍ

Með vinsemd og virðingu

Félag sjúkraþjálfara
10. janúar 2020

 Sjá einnig frétt á heimasíðu Félags Sjúkraþjálfara

og frétt í Fréttablaðinu