Um okkur
Sjúkraþjálfun Kópavogs
Sjúkraþjálfun Kópavogs er elsta sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfunarstofa landsins. Við önnumst bæði sértæka og alhliða sjúkraþjálfun og stillum okkur upp við hlið viðskipavinanna með einkunnarorðin “stendur með þér” að leiðarljósi.

Starfsfólk

Um Sjúkraþjálfun Kópavogs
Grunnurinn að Sjúkraþjálfun Kópavogs ehf. var lagður árið 1980. Þá var settur á laggirnar sjálfstæður rekstur um sjúkraþjálfun í húsnæði Heilsugæslu Kópavogs í Fannborg. Kópavogsbær lét af hendi húsnæði og allan búnað en Hilmir Ágústsson og Ómar Torfason sjúkraþjálfarar sáu um rekstur þessarar fyrstu sjálfstætt reknu sjúkraþjálfunarstofu á landinu. Heilsugæsla Kópavogs var um þetta leiti eina heilsugæslan á landinu sem hafði sjúkraþjálfun innan dyra. Á þessum tíma, var einungis rekin sjúkraþjálfun hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra við Háaleitisbraut, á Reykjalundi og á Grensásdeild Borgarspítalans auk sjúkraþjálfunardeilda spítalanna.
Ágústa Sigfúsdóttir og Guðný Lilja Oddsdóttir sjúkraþjálfarar komu til liðs við sjúkraþjálfunarstofuna árin 1980 og 1981. Kristján Hjálmar Ragnarsson og Svandís Hauksdóttir sjúkraþjálfarar hófu störf þar árið 1986. Árið 1989 var rekstrinum breytt í hlutafélag og voru eigendur þá auk núverandi eigenda, Ágústa Sigfúsdóttir og Svandís Hauksdóttir.
Síðan þá hafa þrisvar sinnum orðið breytingar á eignahaldi fyrirtækisins, en fyrirtækið er nú í eigu Kristjáns Hjálmars Ragnarssonar, Þórðar Magnússonar og Björns Björnssonar sem allir starfa hjá Sjúkraþjálfun Kópavos.