Þjónusta

Við getum hjálpað þér að:

Bæði er boðið upp á einstaklingsmeðferð og hópmeðferð í minni hópum.

husnaedi03

Hvernig kemst ég í sjúkraþjálfun, og á hverju á ég von?

Byrjaðu á að panta tíma hér eða í síma 564 1766 og 554 5488
eða með tölvupósti, sjk@sjk.is

Til þessa að sjúkratryggingar taki þátt í kostnaði þarf að kom með beiðni frá lækni.

Skoðun sjúkraþjálfara fer fram í fyrsta tíma og tekur 45-60 mínútur.
Sjúkraþjálfari greinir vandann út frá þeim upplýsingum sem fram koma frá skjólstæðingi sínum og etv. viðbótarupplýsingum frá lækni um rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið s.s. röntgenmyndataka, tölvusneiðmynd eða segulómskoðun. Síðast en ekki síst byggir sjúkraþjálfari greiningu sína á sinni eigin skoðun.

Meðferð byggir á niðurstöðu skoðunar í samvinnu við skjólstæðing og í lok meðferðar sendir sjúkraþjálfari skýrslu um skoðun, meðferð og framgang meðferðar til tilvísandi læknis

Kvillar sem sjúkraþjálfarar meðhöndla:

Hvenær þarftu á sjúkraþjálfun að halda?

Meðhöndlun

Starfsvettvangur

Störf sjúkraþjálfara og starfsvettvangur eru fjölbreyttir. Sjúkraþjálfarar á Íslandi eru nú rúmlega 400 og starfa á yfir 100 vinnustöðum. Sjúkraþjálfarar starfa m.a. við endurhæfingu, greiningu, forvarnir, kennslu og ráðgjöf. Þeir starfa m.a. á einkareknum stofum, á endurhæfingastofum, á heilsugæslustöðvum, á heilsuræktarstöðvum, á sjúkrahúsum, á öldrunarstofnunum, í heimahúsum, í skólum, hjá fyrirtækjum og hjá íþróttafélögum.

Sjúkraþjálfarar starfa náið með tilvísandi læknum. Almennt gildir hver tilvísun/beiðni fyrir 15 skiptum og fer það eftir gangi meðferðar og ákvörðun sjúkraþjálfara í samráði við skjólstæðing sinn hve löng meðferðin verður.

Sjúkraþjálfara er heimilt að skoða og meðhöndla í allt að sex skipti áður en tilvísun læknis liggur fyrir. 

Scroll to Top