Fræðsla / Meðferðarform

Lágorku leysir

Lágorku leysir (Low-level laser therapy, LLLT), er ljósameðferð (photobiomodulation), þar sem ljósgeisli af ákveðinni bylgjulengd er notaður til að örva gróanda í vefjum. Ólíkt háorkuleysir sem er notaður til að skera eða eyða vefjum, hefur ljós frá lágorku laser lítinn styrkleika og getur stuðlað að frumubata, dregið úr bólgu og linað verki án þess að framkalla verulegan hita í líkamsvefnum.

Lágorku leysir

Meðferðin byggir á því að rauðu eða nær-innrauðu ljósi er beint að sködduðum eða vanvirkum líkamsvef. Ljósbylgjurnar eru teknar upp af litarefnum í hvatberum frumna, sem leiðir til aukinnar myndunar á ATP (orkuefni frumna), mótunar á sindurefnum og losunar á köfnunarefnisoxíði (NO). Þessi líffræðilegu áhrif geta bætt efnaskipti frumna, minnkað oxunarálag og aukið vefjaviðgerðir.

Í sjúkraþjálfun er lágorku leysir gjarnan notuður við meðhöndlun ýmissa stoðkerfisvandamála, svo sem á sinabólgur, slitgigt, vöðva tognanir og bólgur, úlnliðsgangaheilkennis (carpal tunnel syndrome) og bandvefssára (myofascial pain). Slík meðferð hefur einnig lofað góðu við sáragróanda í húð og bjúg minnkun.

Meðferðir eru yfirleitt stuttar og sársaukalausar, oft aðeins nokkrar mínútur eftir stærð svæðisins og stillingum tækisins. Flestir sjúklingar finna ekkert á meðan meðferðin fer fram og aukaverkanir eru sjaldgæfar ef meðferðin er rétt framkvæmd.

Lágorku leysir meðferð er almennt talin örugg, en gæta þarf ýmissa varúðarráðstafana. Ekki ætti að nota meðferðina yfir illkynja mein, skjaldkirtil, né beint yfir augun. Einnig þarf að fara varlega hjá þunguðum konum og einstaklingum með ljósnæmi.

Þó sífellt fleiri rannsóknir styðji notkun lágorku leysir meðferðar, geta árangur og viðbrögð verið breytileg eftir bylgjulengd, skammti, tíðni meðferða og einstaklingsbundnum þáttum. Vandaðar rannsóknir sýna árangur í minnkun verkja og bólguminnkun, sérstaklega við langvinnum einkennum.

Að lokum má segja að lágorku leysir meðferð sé öruggt, sársaukalaust og mögulega áhrifaríkt úrræði í sjúkraþjálfun til að örva vefjagróanda og draga úr verkjum. Með aukinni rannsóknarþekkingu og staðlaðri framkvæmd gæti notkun á lágorku laser orðið sífellt mikilvægara verkfæri í nútíma endurhæfingu.

Scroll to Top