Fræðsla / Meðferðarform

Almennar æfingar og líkamsrækt

Regluleg hreyfing er ein áhrifaríkasta leiðin til að bæta og viðhalda heilsu fólks á öllum aldri. Hún hefur margvísleg jákvæð áhrif á líkamlega og andlega vellíðan og dregur úr áhættu á ýmsum langvinnum sjúkdómum.​

Almennar æfingar og líkamsrækt

Regluleg hreyfing stuðlar að heilbrigðu hjarta- og æðakerfi. Hún getur lækkað blóðþrýsting, bætt samsetningu á blóðfitu og aukið þol, sem dregur úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum. Auk þess hjálpar hreyfing við að viðhalda heilbrigðri líkamsþyngd og eykur insúlínnæmi, sem dregur úr hættu á sykursýki af tegund 2.

Rannsóknir hafa einnig sýnt að regluleg hreyfing getur minnkað áhættu á ákveðnum tegundum krabbameina. Til dæmis getur hún dregið úr líkum á brjóstakrabbameini og ristilkrabbameini.

Hreyfing hefur jákvæð áhrif á andlega heilsu. Hún getur dregið úr einkennum þunglyndis og kvíða og létt lund. Jafnvel einföld hreyfing eins og gönguferðir getur haft þessi jákvæðu áhrif.

Auk þess hefur hreyfing jákvæð áhrif á vitræna getu og getur dregið úr hættu á vitrænni skerðingu og heilabilun síðar á ævinni.

Regluleg hreyfing styrkir bein og vöðva, sem er sérstaklega mikilvægt með hækkandi aldri til að viðhalda hreyfigetu og minnkað hættu á byltum og beinbrotum.

Heilbrigðisyfirvöld, eins og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) mæla með að fullorðnir stundi að minnsta kosti 150 mínútur af hreyfingu á viku af meðalákafa (t.d. rösk ganga, sund, hjólreiðar), eða 75 mínútur af miklum ákafa.

Regluleg líkamsrækt er lykilþáttur í að viðhalda og bæta líkamlega og andlega heilsu. Hún dregur úr áhættu á mörgum langvinnum sjúkdómum, bætir skap og eykur almenna vellíðan. Því er mælt með að allir, óháð aldri eða líkamlegu ástandi, stundi reglulega hreyfingu sem hluta af heilbrigðum lífsstíl.

Scroll to Top