Fræðsla / Algeng meiðsli
Axlarmeiðsli og verkir
Verkir í öxlum geta gert daglegar athafnir eins og vinnu, íþróttir, hljóðfæraleik, og legu á
hliðunum erfiðar. Axlarverkir geta stafað af endurteknu álagi, slysum, íþróttameiðslum, lélegri líkamsstöðu og vangetu vöðvakerfis til að framkvæma réttar hreyfingar á öxl og axlargrind.
Yfirleitt er fyrsti kostur meðferðar í formi leiðbeininga og endurhæfingar hjá sjúkraþjálfara. Í sumum tilfellum er aðgerð eða sprauta í öxl hjá lækni besti kosturinn.
Við meðhöndlum m.a. eftirfarandi meiðsli og einkenni frá öxlum:
Verkur undir axlarhyrnu:
Algengt er að fáverki í framanverða öxlina og oft leiðni niður utanverðan upphandlegginn.
Gjarnan kemur verkurinn fram þegar handlegg er lyft upp, byrjar oftast þegar búið er lyfta um 60° út frá líkamanum og minnkar svo aftur eða hverfur þegar búið að lyfta handlegg í meira
en 120° þegar handleggur er kominn upp yfir höfuð. Verkurinn getur einnig komið þegar legið er á öxlinni. Þetta er nokkuð algengt hjá fólki yfir fimmtugu en getur líka gerst hjá yngra fólki.
Ástæður eru oftast þær að vöðvasinar kringum axlarliðinn fá nokkurskonar hrörnunar einkenni
vegna bilaðra efnaskipta í frumum sinanna, eða vegna kalkuppsöfnunar í sinunum sem einnig er tilkomin vegna bilaðra efnaskipa í frumum sinanna. Oftast er hægt að snúa þessu ferli við með leiðbeiningum um álagsstýringu og réttum æfingum fyrir axlirnar.
Aðrar algengar ástæður eru svokölluð vanstýring á herðablaði sem þarf að hreyfast rétt með
hreyfingum axlarliðar. Ef vöðvar sem stjórna stöðu á herðablaði eru ekki að vinna rétt þá er hætta á að vöðvar og sinar við axlarliðinn verði fyrir meira álagi. Með réttri þjálfun er hægt að bæta hreyfingar herðablaðs og draga þannig úr álagi á vöðva og sinar kringum axlarliðinn.
Síðan getur einnig verið kominn axlarklemma vegna beinvaxtar í axlarhyrnuliðnum sem þrengir
að vöðvasinum við axlarliðinn. Þegar svo er gerir læknir aðgerð á öxlinni.
Sinamein eða festumein eru vegna efnaskipta bilunar í frumum vöðvasinanna. Eiginlegar bólgur í sinunum er ekki að finna nema í mjög takmarkaðan tíma en þær geta hins vegar verið þykkar og með mikla vökvauppsöfnun vegna bilaðra efnaskipta. Með réttum æfingum er hægt að flýta fyrir endurnýjun á kollageni og öðrum utanfrumuefnum til endurmótunar á heilbrigðum sinum. Einnig hefur verið sýnt fram á notagildi höggbylgna (shockwave therapy) við meðhöndlun á sinameinum og kölkunum í sinum.
Frosin öxl:
Frosin öxl er algengur kvilli hjá fólki á aldrinum 45-65 ára, og er algengari hjá konum en
körlum. Frosin öxl einkennist af mjög sársaukafullum hreyfingum og minnkaðri hreyfigetu og veldur yfirleitt talsverðri skerðingu lífsgæðum. Sjúklingar með skjaldkirtilssjúkdóma og sykursýki er hættara en öðrum við að fá frosna öxl. Hægt er að greina frosna öxl út frá góðri sögutöku og með klínískum prófum. Ekki er þörf á myndrannsóknum nema þegar grunur leikur á liðhrörnum, en einkenni þar geta verið mjög lík einkennum frosinnar axlar.
Yfirleitt er engin skýr ástæða fyrir orsökum frosinnar axlar en hún getur einnig myndast í
kjölfar slysa, aðgerða og minniháttar áverka á öxl. Einkenni byrja oft sem sárir verkir við
snúningshreyfingar á öxlinni og þróast svo út að hreyfigeta liðarins minnkar mikið og verkir versna við allar hreyfingar. Næturverkir verða algengir og verkir og hreyfiskerðing truflar mikið flestar athafnir daglegs lífs.
Hægt að að skipta þróun þessa ástand í þrjá fasa þar sem fyrstu sex mánuðirnir einkennast af hægt vaxandi verkjum í öxlinni og stöðugt versnandi hreyfigetu. Síðan koma aðrir sex
mánuðir þar sem hreyfigetan helst mjög takmörkuð, verkir eru slæmir en fara svo dvínandi þegar líður á tímabilið. Í síðasta fasanum sem yfirleitt tekur frá sex mánuðum upp í eitt og hálft ár hafa verkir minnkað og horfið og hreyfanleiki smátt og smátt eykst aftur.
Þannig eru ágætis líkur á að þetta geti gengið yfir af sjálfu sér. Ef sjúklingurinn getur lifað
ágætu lífi að eigin mati þrátt fyrir hreyfiskerðinguna sem oftast er tímabundin og verkirnir ekki þeim mun verri þá þarf ekki að beita meðferð annarri en fræðslu um sjúkdóminn.
Besta mögulega meðferð við frosinni öxl er að greining sé á fyrstu stigum sjúkdómsins og að
sjúklingur komist sem fyrst í sprautumeðferð með barksterum til að bremsa af eða stoppa framgang þessa ástands. Sprautan hjálpar mikið til við að losna við næturverki sem gjarnan skerða mjög öll lífsgæði.
Sjúkraþjálfari hjálpar til við að vinna á öðrum afleiddum einkennum eins og vöðvabólgum í
hálsi og herðum ásamt því að ráðleggja æfingar við hæfi og hjálpar til við liðkun liðarins á seinni stigum þessa sjúkdóms.
Í einhverjum tilfellum gerir læknir aðgerð á öxlinni til að ná upp hreyfigetu.
Sjúkraþjálfun eftir aðgerðir:
