Nýtt Greiðsluþátttökukerfi

1.maí sl. tók í gildi nýtt Greiðsluþáttökukerfi hjá Sjúkratryggingum Íslands

>>> Gjaldkrá Sjúkratygginga Íslands frá 1.júlí 2017

Sjúkratryggðir greiða 90% af heildargjaldi gegn framvísun beiðni um sjúkraþjálfun.
Veita má sjúkratryggðum sjúkraþjálfun án beiðni, að hámarki 6 skipti á ári. 

Fyrsti tími með skoðun hjá Almennum Sjúkraþjálfara kostar 11.304 kr enn eftir  það kostar tíminn 5.432
Dýrara getur verið að fara til Sjúkraþjálfara með sérfræði viðurkenningu, ETC30 og ETC60 (sjá gjaldskrá)
Í almanaksmánuði greiðir greiðir sjúkratryggður að hámarki kr.24.600 fyrir heilbrigðisþjónustu, en í hverjum mánuði að lágmarki kr. 4.100.

Aldraðir og öryrkjar greiða 60% af heildargjaldi gegn framvísun beiðni um sjúkraþjálfun.
Fyrsti tími með skoðun hjá Almennum Sjúkraþjálfara kostar því 7.536 kr enn eftir  það kostar tíminn 3.622
Dýrara getur verið að fara til Sjúkraþjálfara með sérfræði viðurkenningu, ETC30 og ETC60 (sjá gjaldskrá)
Í almanaksmánuði greiða aldraðir og öryrkjar að hámarki kr. 16.400 fyrir heilbrigðisþjónustu en að lágmarki kr.2.733.

Börn 2ja-17 ára greiða ekkert gjald fyrir þjálfun gegn framvísun beiðni, annars greiða þau 30% af gjaldi sjúkratryggðra.
Börn yngri en 2ja ára og börn með umönnunarmat greiða ekkert fyrir þjálfun. Börn með sama fjölskyldunúmer teljast sem einn einstaklingur og greiða börn sömu fjölskyldu kr. 16.400 fyrir heilbrigðisþjónustu að hámarki í hverjum almanaksmánuði og kr.2.733 að lágmarki

Nánari upplýsngar eru að finna hjá Sjúkratryggingum Íslands  www. sjukra.is